með ólíkindum

að fólk skuli ennþá vera að nota þenna vafra. allir mac notendur nota væntanlega safari og allir pc notendur ættu að nota firefox eða opera. ætli málið sé ekki þannig að explorer vafrinn er fastur inn í stýrikerfum windows og allar tölvur sem eru á bókasöfnum og öðrum stofnunum eru því að notast við explorer ætli það hækki þetta ekki eitthvað
mbl.is Internet Explorer tapar markaðshlutdeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Google Chrome er einfaldlega besti vafri sem völ er á í dag. Munar þar mestu um hversu hraðvirkur hann er, en í grunninn er þessi vafri byggður þannig að það sem skiptir mestu máli (að komast á netið) er það sem fær alla athyglina. Mæli með þessari snilldarauglýsingu: http://www.youtube.com/watch?v=RrDHrwLUtvk

Þar að auki er hann líka einn sá öruggasti. Fyrir utan það að eftir að þeir opnuðu á viðbætur (extensions) er bara hreinasta snilld að nota þennan vafra.

En ég verð að vera sammála þér að því miður er það svo að 90% þeirra sem nota IE nota hann af þeirri einu ástæðu að þeir ýmist kunna ekki að skipta eða hafa ekki hugmynd um hvað vafri yfir höfuð er, hvað þá að þeir ákveði að fá sér nýjan vafra. Það er mjög leiðinleg staðreynd og óskandi að fólk væri fróðleiksfýsnara um netvafra því þessir hlutir skipta máli, sérstaklega hvað varðar netöryggi.

Gunnar (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 22:38

2 Smámynd: ViceRoy

Mörgum finnst nú skrýtið að menn skuli yfir höfuð enn nota Windows... En ég er sammála... það fyrsta sem maður gerir í dag þegar maður straujar vélina er að henda inn Firefox... Hef ekki prufað Google Chrome, enda hefur Firefox dugað manni alveg fínt, finnst hann reyndar stundum leiðinlegur á CPU Usage (ef maður hefur hann lengi í gangi og vinnur mikið í honum) en það gæti kallað á yfirvofandi strauju :o

 En það er greinilegt að margir notendur eru illa upplýstir um ágæti annarra vafra og galla og leiðindi Internet Explorer... En svo er líka verst að ekki sé hægt að velja það að installa ekki IE og Outlook og fleiri svona óþarfa forritum í Windows. Sem eru annaðhvort þröngvun á notkun þeirra (markaðsþröngvandi áhrif) og plásseyðir dauðans. Væri til í að (jább nota Windows) geta bara installað Windows as clean as it can possibly get. Óþarfa rusl sem þeir henda inn.

ViceRoy, 5.5.2010 kl. 00:42

3 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Notaði firefox í talsverðan tíma en var aldrei alveg ánægður með hann. IE er náttúrulega bölvað rusl en núna er ég búinn að nota chrome í nokkra mánuði og hann er einfaldlega lang bestur og áberandi fljótastur að mínu mati. Auk þess finnst mér sá möguleiki að geta loggað mig inn á googlo.com og geta farið í bookmarks synced og eiga þar með öll bookmarks vistuð og geta syncað þau á allar vélar sem ég nota bæði í vinnu og heima og haft þar með alltaf sömu bookmarks. Chrome er bara snilld.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 5.5.2010 kl. 07:41

4 Smámynd: Billi bilaði

Ég fékk um daginn valmynd á skjáinn um nokkra vafra, (sennilega vegna þess að Örmjúkt má ekki lengur setja IE sjálfvirkt upp). Þá tók ég eftir japanska vafranum Sleipni frá fyrirtækinu Fenrir, og hef notað hann síðan. (Eldrefinn hef ég hins vegar aldrei tekið í sátt.)

Billi bilaði, 5.5.2010 kl. 10:17

5 identicon

Ég held mig nú við Firefoxinn, hvort heldur í Linux eða Windows ( ég er með nokkur windows forrit sem kemst ekki frá, --> "dual boot" dæmi), og ég er nú á því að það hafi verið misráðið hjá gúggúl að velja ekki gecko-vélina sem undirstöðu í chrome-inn, en hvað um það er allavega flott á sjá að IE er á leið inn í stóra svartholið. 

Bjössi (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 13:09

6 identicon

Svo eru þessar mælingar allar misjafnar. Í einni mælingu fer hlutur IE niður í 33%, sem er eflaust aðeins of lágt, en mér þykir 60% heldur hátt miðað við að þekkja ekki einu einustu manneskju sem notar IE.

Jón Flón (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 13:15

7 identicon

Talan er nær 50% á Íslandi.

"En það er greinilegt að margir notendur eru illa upplýstir um ágæti annarra vafra og galla og leiðindi Internet Explorer"

Viceroy - þetta er klaufalega orðað hjá þér. Þetta er eins og að segja "það er furðulegt að fólk átti sig ekki almennt á því að spínat er vont". Margir skipta ekki af því þeir eru bara ánægðir með IE og sjá enga ástæðu til að skipta. Það eru ekki allir "power users". IE er náttúrulega sérstaklega martröð fyrir okkur sem vinnum við vefsmíði, en hann er alveg ágætur fyrir marga. Þeir vinna vissulega hægt hjá Microsoft og eru t.d. með eina vafrann sem hefur ekki enn hugmynd um hvað CSS3 er, en þeir hafa sínar ástæður, blessaðir.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 08:58

8 identicon

Það nota ekkert allir mac notendur Safari. Er á makka og nota Firefox, nýlega búinn að sækja mér chrome en ekki ennþá búinn að prufa...

Makkari (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorgrímur Guðni Björnsson
Þorgrímur Guðni Björnsson
Ungur námsmaður sem hefur mikinn áhuga á íþróttum

Spurt er

Hverjir verða Íslandsmeistarar árið 2010 í handbolta?

Tónlistarspilari

Danshljómsveit Hjalta Guðgeirssonar ásamt íslandsvinum - Getum við fengið að heyra eitthvað íslenskt
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband